Anti roll bars virka þannig að nokkurskonar U laga stöng er tengd á milli dekkja á fram og aftur öxli bílsins. Þegar maður tekur begju og þungi bílsins lekst á ytri hlið bílsinns þá toga stangirnar innri dekkin upp. Nú þar sem þyndgaraflið togar á móti í dekkin þá eru það ekki dekkin sem liftast heldur boddíið sem togast niður að dekkjunum. Þ.e. bíllin veltur ekki jafn mikið í begjunni.
Helstu kostir svona stanga eru þeir að bílstjórinn er mun öruggari með sig í begjum á miklum hraða. Einnig losnar maður við að konan/kærastan/farþegarnir ói og æji þegar maður keyrir sæmilega hratt í begjur. Kambarnir eru gott dæmi um stað þar sem gott er að hafa Anti roll bars.
Helstu ókostir eru þeir að bílnum hættir til að missa grip á innri hjólbörðum (sérstaklega að aftan) og einnig fær maður mun minni viðvörun áður en bílinn missir allt grip og byrjar að renna.
Mynd af Anti roll bars (sway bars) fyrir Saab 9000 má sjá hér:
http://www.sasab.com/DisplayItems.cfm?CategoryID=%22%25%3C%5F%2D%0A&SubDepartmentID=%22%27%3CG%2D%0A&DepartmentID=%21%271%2B%2D%0AVarðandi svar Mal3 þá hefur hann/hún snúið dæminu við því álagið færist enn meir yfir á ytri dekkin en ekki öfugt. Þetta ætti því að valda meira sliti á dekkjunum utanverðum en minna á þeim innanverðum.
Tyrone