Halló!
Mig bráðvantar hjálp frá fólki sem þekkir til bíla í Bandaríkjunum, þar sem ég er um það bil að fara að festa kaup á einum slíkum…
Þar sem ég er námsmaður þá mun hann ekki verða meira en rétt til að koma mér út í búð og svona, en þó má hann ekki vera drusla sem bilar á miðjum þjóðvegi (sérstaklega þar sem ég er afskaplega varnarlaus gegn vondum viðgerðarmönnum sem nýta sér kunnáttuleysi íslenskrar stúlku sem ekkert kann!!). Ég er að hugsa um að eyða svona 3-4 þúsund dollorum í bíl, en vantar að vita hvað ég á að skoða!
Það versta er að maður getur ekki einu sinni treyst merkjum eins og Toyota þar sem amerísku bílarnir eru ekki þeir sömu og hérna! Hvað á maður þá að skoða? Mig langar helst ekki að kaupa mér amerískan bíl, þar sem maður heyrir slæmt af þeim (frá ‘útlendingum’) en almennilegir innfluttir eru svo dýrir, plús að það eru ekki sömu gæði og í Evrópu þó svo merkið sé það sama…
Allavega, allar ábendingar verða mjög vel þegnar :)
Takk takk, Trixie