Jæja… núna er víst svo komið að ég verð skotinn ef ég losa ekki þessa dúllu úr heimkeyrslunni, svo ég ákvað að tjekka hvort einhver vildi ættleiða hann til uppgerðar:

Þetta er Alfa 33 sem tekinn var allur í gegn fyrir ca. 5-6 árum, og sprautaður. Hann lítur frekar vel út greyið, en eitt og annað gerir hann ógangfæran. Hann er búinn að standa síðan í fyrravetur, og það sem ég veit að er að honum er: Kúpling farin (önnur fylgir með) gírkassi lélegur (annar upptekinn fylgir með) og svo eru hjöruliðir, demparar og álíka orðið tæpt.
frábært tækifæri til að eignast skemmtilegt bílskúrsproject fyrir lítinn pening (hellingur af varahlutum sem færi með honum), því efniskostnaðurinn við að koma honum í gír væri sáralítill, svo framarlega sem menn hafa aðstöðu.

Endilega hafiði samband hérna eða í e-mail (agustssons@vortex.is) ef þið hafið áhuga.

kveðja
<br><br>[VON]Addict -písout
Addict