Maður tárast nú bara við þessar fréttir. Nýr BMW M3 CSL, þessar fréttir sýna að BMW menn hafa ekki tapað tengslum við þá sem telja sig kaupa BMW vegna þess að þeir eru fyrst og fremst ÖKUÞÓRAR!

Þetta ætti líka að vekja aðra bílaframleiðendur til umhugsunar um hvað þeir eru í raun að gera við sýna performance bíla (aðra en Renault) með því að belgja þá sífellt út með búnaði og MPV lúkki. Það eru góðar líkur á að svona bíll verði á svipuðu verði og venjulegur M3 þar sem hann ætti að vera ódýrari vegna minni búnaðar en svo aftur dýrari vegna notkunnar á dýrari efnum. Þetta gefur áhugamönnum valkost sem ætti að vera talsvert sneggri í snúningum en “venjulegur” M3.

Þeir mega samt alveg sleppa einhverjum MEGA spoiler kittum eins og voru forðum á Batmobílnum :)