Ég var svo heppinn að vera tekinn (tímabundið) inn í 300 hestafla klúbbinn. Fékk að taka í BMW M5 E34 en verð að játa að ég hef varla kynnst öllum eiginleikum bílsins til fullnustu enda ekki við því að búast á “stuttum” akstri á 315 hö tryllitæki.
Styðst frá að segja að hann kom mér þægilega á óvart (ég var ekki með litlar væntingar, þetta er minn uppáhalds sedan bíll!) og M-Power vélarnar eiga svo sannarlega skilið orðstýr sinn.
Ég held ég hafi samt fyrst fattað hve frábær M5 var þegar ég fór seinna um kvöldið og skaust af stað á Ford Ka bílnum mínum. Þá fann maður mismuninn og mest áberandi var það að ég tók eftir hvað body control á M5 hafði verið gott en það er einmitt einn af sterku kostum Ka, en eftir M5 ferðina virtist Kainn mun slakari í því efninu. Tölum ekki um kraftinn! En það kom líka í ljós hvað getur verið gaman að litlum og snaggaralegum bíl með góða aksturseiginleika innanbæjar þótt krafturinn sé af skornum skammti. Big respect til litla bílsins míns fyrir að geta fengið mig til að brosa eins og bjáni þrátt fyrir nýleg kynni af því sem er talinn vera einn besti BMW fyrr og síðar.
Brosið hvarf þó í smástund á meðan að lögreglumaður á mótorhjóli stoppaði mig (gaf reyndar aldrei ákveðna ástæðu) eftir að ég hafði þeyst nokkuð greytt í kring um Borgartún. Hann fær samt líka big respect fyrir góða framkomu og að sleppa mér með áminningu þótt honum hafi vægast sagt ekki líkað aksturslagið. Merkilegt nokk, þá var það Kainn sem kom mér í kast við lögin en ekki BMW M5. Big power brings big responsibility. Stundum er bara gaman að vera á litlum púddum með litlu afli… Og stundum ekki ;)<br><br>“Do you know how much a jizzmopper makes an hour?” - Randall (Clerks)