Jæja. Ég er búin að heyra frá mörgum þessa pælingu og vangaveltur. Ef að maður keyrir um götur reykjavikurborgar á föstudagskvöldi þá eru þær ófáar Hondurnar með 17“ felgunum, öllum límmiðunum og spoilerunum. (er ekki að dissa hondur) ALveg tonn af bílum, japönskum, breskum og kóreyskum og einnig eitthverja ameríkana. ÞEssa bíla er maður að sjá þenjandi utan í hvor öðrum alveg heilu næturnar. Svo er haldin kvartmílukeppni. Þá eru það alltaf sömu mennirnir (er eiginlega orðnir kallar ;) sem að mæta með sömu bílana. Reyndar hefur þetta aðeins verið að vakna og t.d. þá voru nú eitthverjar prezur á síðustu keppni sem að ég tel mjög góð þróun. En hvar eru allir 1,6 bílarnir og fleiri. Það er ábyggilega hægt að koma upp þannig flokk (ef að hann er ekki til nú þegar, kannski 1,95L og undir) ef að fólk lætur sjá sig. Hvað er að halda aftur af fólki? Er það kannski hræðslan að geta ekki sagt ”ég hélt að löggan væir þarna og sló af"? eða að láta taka það upp að maður tapaði? Mætið nú uppá braut og sýnið hvað virkilega býr í þessum tækjum. Það er engin skömm af því að fara míluna kannski á 17 sek kannski. Þá fer maður bara heim og bætir bílinn eða sættir sig bara við það. Come on fólk, ekki breyta bílunum bara fyrir göturnar. Komið uppá braut og höfum smá fjör.