það er ekkert mál að gera þetta einn. fáðu þér glæra slöngu og notaðu glæra flösku, þá sérðu alltaf hvað er að gerast. Þegar þú ert að gera þetta farþegamegin þá geturðu annaðhvort haft slönguna svo langa að þú getir haft hana alltaf við hurðina hjá þér eða þá að nota speglana. Og svo gerirðu bara eins og JHG var að segja þér að gera, passa að það sé alltaf nóg vökvi á bæði flöskunni og á forðabúrinu.
Og eitt enn ekki setja bremsuvökva í kókflösku það er ekki sniðugt að einhver krakki komist í hana og drekki þetta. Pabbi gamli gerði þetta nebbla þegar ég var lítill og var að taka loft af bremsunum og notað einmitt kókflösku og ég drakk það. En það er kannski öðruvísi núna því vökvinn er glær en ekki rauður eins og ég fékk mér sopa af. Hann var nebbla alltaf rauður einu sinni.<br><br>If it aint broken, dont fix it
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.