Hefur þig alltaf langað til að komast í góðan bíltúr í rallíbíl? Ef svo er þá er tækifæri að ná sér í einn slíkan því að Martini Racing eru að setja í gang lítinn leik á netinu þar sem aðalverðlaunin eru 1 stk bíltúr í Ford Focus RS WRC 02 í breska rallinu 14. nóvember nk. Ekki kemur fram hver ökumaðurinn er en einhverjir myndu eflaust hugsa sig 2x um áður en þeir settust uppí bíl hjá Colin McRae. En fyrir þá sem hafa áhuga þá er mál að líta við á http://www.martiniracing.com/contest