Ég var að skoða Clio Sport áðan og datt niðrá pælingu.

Berum saman 2 bíla (hef átt Honduna):
Renault Clio Sport (2.0l, 20v, 172hö)
Honda Civic VTi (1.6l, 16v, ca 170hö með breytingum)


Gefum okkur að ég væri að keyra á ca 80 á Hondunni í 4. gír í ca 3500 sn og dytti í hug
að þrykkja. Þá myndi ég skipta niður í 2. gír, botna og skipta um gír koll af kolli.
Ef ég væri hins vegar á bíl (td Clio Sport) með tiltölulega flata togkúrfu og ætlaði í
sömu æfingar, væri ég þá að græða mikið á því að skipta niður? Segjum að Clioinn væri
í ca 3000 sn í 4. gír og kominn í >90% tog. Hondan væri kannski í 70% af mesta togi.

Það er eflaust betra að skipta niður en getur einhver skýrt út fyrir mér muninn á togi
og snúningsvægi?

Þessi Clio er bíll sem ég gæti hugsað mér sem næsta bíl… en ætli hann eyði 7.3l innan-
bæjar eins og Tojjotubeyglan mín ;-)