Hvort finnst þér meira sárt að berja höfðinu við múrstein eða gula gúmmíönd? Það sem er að valda þessum alvarlegu áverkum við árekstur milli fólksbíla og jeppa er að öryggisbúnaður langflestra fólksbíla er hannaður út frá þeirri forsendu að burðarvirki og stuðara rekist saman. Það sem gerist hins vegar í árekstri við jeppa (tala nú ekki um upphækkaðan) er að burðarvirki og stuðarar jeppans fara á bæði á fólksbílnum sem er oftar en ekki illa til þess fallið. IIHS hefur gert prófanir á þessu og prófuðu þeir að henda pallbíl annars vegar og staur hins vegar í hliðina á tveimur bílum (Volvo S80 og BMW X5). Sjá <a href="
http://www.hwysafety.org/news_releases/2000/pr121400.htm“>fréttatilkynningu</a>. <br>
Öryggisbúnaður sem ver betri hluta líkamans og höfuðið eru það sem er að bjarga fólki frá alvarlegum höfuðmeiðslum við þessar aðstæður. Þess má geta að 10,000 manns á ári látast í Bandaríkjunum við þessar aðstæður.
<br>
Annað sem ber að hafa í huga með ”skriðdreka“. Þó svo að bíllinn hafi burðarþol og þunga til að standast áreksturinn þá getur það haft slæm áhrif á þá sem eru í bílnum ef allt höggið fer ”dempunarlaust“ í gegnum bílinn og veldur neikvæðri hröðun á þér. Brotin viðbein, heilahristingur, hálsmeiðsl og fleira eru hlutir sem eru alls ekki óalgengir þegar að of mikið af högginu fer beint í þá sem eru í bílnum. Nýir bílar eru hannaðir til að leggjast saman á réttum stöðum (þ.e. ekki kremja fætur, búk eða höfuð þeirra sem eru í bílnum) og taka þannig hluta af þeirri hreyfiorku sem losnar úr læðingi við áreksturinn og ”buffera“ hann út í styrktarbita. Loftpúðar af ýmsum gerðum taka síðan við af slíkum búnaði og berja þann sem er í bílnum fyrir hlutum sem eru fastir við bílinn (stýri, mælaborð, hliðarrúður og A,B og C-póstar). Það er einnig engin trygging fyrir því að sá burður sem á að vera í eldri bílum sé til staðar, ryð, tæring og annað slit getur skilið ágætis ”stálbita“ eftir mjög veikbyggða.<br>
Basically.. there's more to it than that. Tveir hlutir eru mikilvægir þegar hugsað er um öryggi þeirra sem eru í bílnum. Hversu mikið hlutar bílsins fara inn á það svæði sem farþegi er (intrusion) skiptir miklu máli og þetta er e.t.v. í lagi í ”skriðdrekunum“. Hitt er þeir eðlisfræðilegu kraftar (hröðun, þrýstingur og hreyfiorka) sem farþeginn verður fyrir. Hér standa ”skriðdrekarnir“ jafnilla eða jafnvel verr og hinir. Þó svo að bíllinn stoppi (á vegg, öðrum bíl eða staur) þá heldur líkami þess sem er í honum áfram á sama hraða og það þarf að dempa þann ”árekstur" líka. <br>
Árekstrarprófanir síðustu ára sína einnig að öryggisbílar eru til í öllum stærðarflokkum. Öryggisbúnaður (s.s. hliðarárekstrarpúðar, whiplash-vörn etc) kemur e.t.v. fyrst fram í stórum, dýrum bílum en þessi búnaður kemur fyrr eða síðar í ódýrari og minni bílana.