Ég held að þú verðir að gera þér grein fyrir því að 2004 árgerð af bílum er orðið gamalt. Bílarnir eru orðnir 9 ára gamlir. Ekki hef ég heyrt að það þurfi að smyrja þá á 3 þúsund km. fresti, en ég færi ekki mikið meira 8-10 þúsund km. á breyttum bíl á góðri olíu.
Einnig fer eigandaferill eftir ýmsu. Eru margir eigendur og hefur bíllinn verið stutt hjá hverjum eiganda fyrir sig? Oft þegar margir hafa átt bíl í stuttan tíma er sama sem merki milli þess og að viðhald hefur verið trassað og bílnum misboðið. (Hugsunarhátturinn "Ég er hvort eð er að fara að selja hann, nýr eigandi getur látið laga þetta" er oft ríkjandi í svoleiðis braski).
Ástæða þess að vélarnar í þessum bílum eru ekki að endast lengur (að mínu mati eru þetta mjög fínar 4 cyl. vélar) er vegna þess að 18 ára stráklingar vita ekki hvað þeir eru með í höndunum, og kunna ekki að fara með það. Endalausar inngjafir, örar gírskiptingar, jafnvel skipt í yfirsnúning vélar, spól, og bílar eknir á háum snúning með kaldar vélar er eitthvað sem enginn vélbúnaður þolir mikið af til langs tíma. Nú er ég ekki að segja að þú akir svona, en það er ekki eins og ég sé nýfluttur til borgarinnar og blautur á bakvið eyrun um það sem ég skrifa hér. Ég hef séð aksurslag á þessum bílum. Það virðast allir njóta þess að hafa mikið afl bak við stýrið, allt annað fær að sitja á hakanum.
Persónulega myndi ég ekki kaupa mér svona bíl, nema vera öruggur um að viðhaldi hafi verið framfyllgt eftir áætlun (smurbók er rosalega sterkur leikur hjá eiganda) og helst að þekkja til bílsins eða vita að það hafi verið hugsað vel um hann. Þegar upp er staðið fara bílar ekki mjög langt á bóninu einu saman.