Er Toyota Carina E góður bíll?
Hæ öll sömul. Það fer að styttast í að ég fari að huga að endurnýja bílinn (ef efni leyfa), ég er búinn að keyra í 6 ár á Nissan Sunny 93 sem að hefur komið mjög vel út, en er náttúrulega farinn að “reskjast”, þó að hann sé í toppstandi. Mig langar að vita hvort að einhver þarna úti getur gefið mér “comment” um Toyotu Carinu E 97-98 árgerð, hvernig er reynslan á þessum bílum. Mig langar að vita hvort að 1.8 l vélin í þessum bílum sé að virka vel og þá hvernig með sjálfskiptingu, hvernig er eyðslan á sjálfskptri Carinu E? Eða ætti ég að spá í Avensis, er hann ekki mikið dýrari? Ég ætla ekki að fara í nýjan, hef ekki efni á því og svo verðfalla nýjir bílar það mikið. En Carinan hefur alltaf heillað. Kv september.