Prófdómari byrjar á því að spyrja þig munnlega út í atriði eins og ljós í mælaborði og almennt um bílinn. Síðan keyrir þú þangað sem hann segir þér að keyra, þú þarft pottþétt að bakka í stæði og taka af stað í brekku og eitthvað fleira sem þú ert búin/n að vera að læra í ökutímunum. Passaðu þig ógeðslega vel á því að stoppa á réttum stað á stöðvunarskyldu og stoppa alltaf, undantekningalaust fyrir gangandi fólki á gangbraut. Mundu líka 1000% prósent eftir því að horfa alltaf í samræmi við hægri regluna. Annars er þetta ekkert mál.