Ef þú lítur í kringum þig þá eru Bimmar frá því 1980-1987 sirka mun algengari en Benzar frá sama tíma… það er mjög mikið til af 3,5 og 7 línu bílum frá þessum tíma. Margir þeirra í mjög góðu standi.
Ég held að þetta sé míta með að Benz endist lengur en BMW. Ég veit um mjög marga BMW bíla sem búið er að aka í kringum 300 þúsund kílómetra. Ég veit líka um M5 bíl sem búið er að aka rúmlega 600 þúsund og ekki enn búið að taka upp vélina. Þetta liggur virðist vera nær algjörlega í viðhaldi.
Dísel Benzar virðast þó alltaf hafa vinningin umfram díesel Bimma, en það má þá líka benda á það að Nissan díselvélar eru taldar duga betur en Benz, allavega í fólksbíla.