Helvítis löggufjandar og löggufífl, helvítis löggupakk!!! Ég var sviftur í gær!!!!! Og í mánuð!!!!! Djöfulsins andskotans helvítis!!!!!!!!!!!!! Já og ekki nóg að svifta mann heldur fæ ég einhverja rosasekt!<br><br>“Framhjóldrifnir sportbílar eru ekki til!”
Af hverju þurftu þeir að vera akkurat þarna?? Og þeir skutu á mig þannig radarvarinn pípaði ekki fyrr en of seint!<br><br>“Framhjóldrifnir sportbílar eru ekki til!”
Upp ártúnsbrekkuna. ég var að koma á 220km/h (mínum ferðahraða) en náði að bremsa mig niður í 135. Þeir skutu á mig, helv.. njólarnir.<br><br>“Framhjóldrifnir sportbílar eru ekki til!”
Þú veist væntanlega að þarna rétt hjá er stór stoppistöð fyrir strætó og ekki óalgengt að krakkar hlaupi þarna yfir. Ég held þú (og flestir aðrir) megir þakka fyrir að þeir stöðvuðu þig áður en þú drapst einhvern!
Ég vona að þú sért að grínast með þennan hraða. Einn vinnufélagi minn dó þegar bíll keyrði á hann í ártúnsbrekkunni þannig að keyra á svona hraða er stórhættulegt og vona ég að þú lærir eitthvað af þessu.
og síðan ertu að segja fólki frá þessu. Frekar ættirðu að skammast þín , ég er hins vegar feginn að löggan stoppaði þig ekki hefði ég vilja vera nálægt þér á þessu hraða. Held að þú gerir þér ekki grein fyrir því hvað þetta er hættulegt, held að þú ættir að skreppa upp í Sahara eyðimörk og drepa þig þar í stað þess að leggja aðra í hættu…
Næsti bíll var nokkur hundruð metra fyrir framan mig og það var enginn nálægt mér! Þegar maður stendur bílinn svona þá ég ekkert að glannast. Það er ekki það sama að glannast og keyra hratt. Ég er ekki svo vitlaus að keyra á þessum hraða með fullt af bílum í kringum mig. Aðstæður voru bara góðar.<br><br>“Framhjóldrifnir sportbílar eru ekki til!”
220 í Ártúnsbrekku og ekki að glannast? Þegar þú ert á þessari ferð þá minnkar sjónsviðið mjög mikið, og krakkar sem eru að hlaupa þarna yfir geta ómögulega áttað sig á hraðanum á bílnum.
Það er sama hvað þú segir, 220 á þessum stað er vítavert!
Af hverju þurftir þú að vera á því sem er væntanlega 50km/h eða meira yfir löglegum hámarkshraða þarna?
Þýðir lítið að kenna löggunni um, hún setur ekki landslög og er ekki á bensínpedalanum þínum.<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
Það er satt… þegar ég var tekinn þá vissi ég á mig sökina og gúdderaði það þó ég missti prófið í mánuð (sem er allt í lagi því þá keyrði konan alltaf og ég fékk mér bjór hvar og hvenær sem er).
Hinsvegar finnst mér að maður megi alveg vera fúll ef þetta er í Ártúnsbrekkunni þar sem allir keyra ólöglega.
Ef þú ert ekki tilbúinn til að taka afleiðingunum er best að aka ekki hraðar en leyfilegt er…<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
Akkúrat viðhorfið. Ég reyni að keyra aldrei hraðar en ég er tilbúinn til að standa fyrir afleiðingunum af. Reyndar myndi ég stundum keyra hraðar ef ég hefði ekki áhyggjur af sektum sviptingu því ég reyni að keyra alltaf (oftast… skamm!) af öryggi.<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
Ef þú ert tekinn fyrir eitthvað lögbrot og missir skírteinið við það t.d. í mánuð og ferð yfir á punktum (missir skírteinið í 3 mán þá) Þá gildir reglan 1 mánuður + 3 mánuðir = 4 mánuðir TAKK FYRIR Og löggur með stæla eru fíbl!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..