Smá auka info um Poloinn á myndinni. Hann er hannaður með það að markmiði að keppa í Super 1600 rallseríunni, sem skýrir FIA Super 1600 áletrunina á hliðinni á honum.
Super 1600 er eins konar juniour WRC keppni þar sem bílar mega ekki hafa stærri en 1600 cm3 vélar ásamt fleiri skilyrðum en það er oft litið á þessa keppni sem einskonar uppeldisgrundvöll fyrir unga rallökumenn.
Sebastien Loeb sem er nú að gera það gott fyrir Citroen í WRC keppti sem dæmi í þessari keppni í fyrra.
Gaman að sjá að VW er að koma inní rallið er þeir eru í raun þáttakendur í WRC í gegnum Skoda.