Jújú, maður hefur gert ýmislegt t.d.,
* rifið hedd af til að ná bolta sem brotnaði við ofherslu (ekki sá eini sem fór svoleiðis áður en ég fékk mér herslumæli),
* rifið millihedd af til að finna bolta sem datt niður um gatið fyrir kveikjuna,
* gleymdi að setja skinnu við knastás, varð til að hann losnaði síðar og rústaði lokinu við tímagírinn (var sem betur fer að ventlastilla þegar það gerðist, vélin ekki í gangi),
* fundið út að það gekk einn bolti af þegar vélin var komin saman (slæm tilfinning).
* Setti allt saman, sett nýjar pakkningar og lím á alla fleti, sá síðan hvar vatnslásinn lá á borðinu (og var því ekki á sínum stað í mótornum).
….og eflaust margt fleira sem ég man ekkí í augnablikinu :)
JHG