Veit einhver hvað það kostar cirka að tjúnna gamla 350 chevrolet upp i svona 300 hp? Er ódýrara að panta hluti beint að utan, eða er það kanski of mikið vesen?
Það hafa margir keypt hluti að utan án nokkura vandkvæða. Svo er oft hægt að fá góða hluti með að auglýsa á www.kvartmila.is (t.d. L98 úr Vettu til sölu).
En eins og þú veist örugglega þá eru hestöfl ekki allt, það skiptir ekki minna máli að hugsa um torkið og hvar aflið kemur.
Nei einmitt, það er auðvitað rétt hjá þér að það er margt annað sem þarf að huga að, sérstaklega þegar maður er með nokkuð þungan bíl (Malibu´78), þá skiptir torkið auðvitað mjög miklu máli. Ég ætla ekkert að nota þennan bíl í spyrnu heldur bara í daglegan akstur, en vill þó að hann komist eitthvað áfram. Var ekki alveg nógu sáttur með 305 vélina sem var í honum. Hún var útbúin með SMOG kerfi sem var nú ekkert að gera góða hluti.
350 er svo margbreytileg, ef þú ert með góð hedd, þokkalega þjöppu, flækjur og búinn að losa þig við allan mengunarbúnað þá getur hún skilað miklu torki (hún hendir Blazernum af stað).
Þú ættir að spyrja þessarar spurningar á www.kvartmila.is, þar eru menn sem vita allt um sbc.
JHG
P.s. hefurður pælt í að fá þér eitthvað stærra en 350?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..