Ég sá í Mótor á Skjá Einum í gær reynsluakstur á nýjum Nissan Primera, sem er gjörbreyttur bíll. Ég ákvað að byrja að horfa á þennan þátt aftur, en Ísleifur og Ljóskan (Slangan) fara svo í taugarnar á mér að ég kemst í vont skap.
En ég var ekki að fíla þessa Primeru. Bíllinn er kominn með þetta ljóta Yaris look (lítið húdd og risa ljós) Mælaborðið er í miðjunni með upplýsingarskjá, en ég er svo gamaldags að mér finnst betra að hafa það á sínum stað. Ég hef keyrt Nissan X-Trail talsvert og er ekki ánægður að hafa mælaborðið þarna. Innréttingin er samt nokkuð flott en að utan finnst mér bíllinn fáranlegur. Vantar allar línur í hann, þetta er einsog eitthvað geimskip liggur við! Asnalegt að bíll í þessum stærðarflokk sé að fá þetta ljóta húddlausa háttbyggða look. Íslefur sagði að hann væri væri einsog höfrungur, þ.e Primeran. Ætli að allir bílar verði ekki svona línulaus skúltúr á hjólum í framtíðinni?, guð hjálpi okkur frá því.