ég var að skoða bmw 750 árg. 1993 í vetur.
fallegur bíll, svartur og svart leður.
hann var mjög skítugur en ég ákvað samt að skoða hann betur.
ég opnaði bílinn og viti menn, hann var svo ógeðslegur að innan að hálfa væri nóg!
það voru gosflöskur og svalafernur (tómar, vona ég) á gólfinu og aftursætin voru öll í drullu…brúnni mold!!!
það var svo mikill sandur á gólfinu að maður gæti sest þar og farið að búa til sandkastala…guð minn góður.
ég var nýbúinn að gangsetja vélina og var aðeins að skoða hann áður en ég ætlaði að prufa, en ég drap á bílnum og fór inn með lyklana…ég fór ekki að testa kerruna. ég hafði engan áhuga!!
svona grófsemi sýnir það að manneskjan sem átti bílinn hefði ekki hugsað vel um bílinn.
750 bmw er lúxuskerra og maður væntir þess að svona bílar séu hreinir! bæði að innan og utan, sérstaklega ef þeir eru á bílasölu.
þetta er eitt af tveimur öfgakenndum dæmum sem ég man eftir varðandi sölu og ógeðheit á dýrari bílum.