Ég er nú enginn sérfræðingur í þessum efnum, en gerði þetta í vetur með góðum árangri.
Númer eitt er að hreinsa vel allt ryð ef það er til staðar og grunna og/eða nota “rust-converter”.
Einnig er nauðsinlegt að hreinsa vel upp úr “sárinu” t.d. með spes gler-þráða penna og svo með t.d. ísvara á eftir til að ná öllum óhreinindum og bón leifum.
Svo er bara að bletta litnum í sárið/rispuna með örmjóum pensli, helst tvær umferðir ef hægt er (fer eftir dýpt). Svo er nauðsinlegt að setja glæru yfir ef glæra er til staðar á bílnum.
Þegar þetta var þornað þá tók ég spes gúmmímottu og örfínan slípimassa og sléttaði blettunina. Þá hurfu nánast öll ummerki um blettunina.
Vona að þetta hjálpi eitthvað…
BOSS<br><br>“Ég eyddi miklu af peningunum mínum í brennivín, gellur og hraðskreiða bíla.
Afgangnum eyddi ég í vitleysu.”
- George Best
There are only 10 types of people in the world: