Listaverð my ass
Ég var að selja 9 ára gamla Toyotu, fyrst fletti ég upp verðinu á www.bgs.is , þá kom 320.000 krónur, sem mér fannst nú frekar lítið. Brimborg vildi taka hann uppí á 200.000 kr. Ég fór líka í umboðið og þar sagði sölumaður notaðra bíla að þessi bíll seldist ekki meira en listaverð segir til um, þó hann sé þetta gamall. Svo fór ég á milli bílasala og var að athuga hvað þeir settu á svona bíla. 420- 450 þ kr var algengast svo ég setti 470.000 að gamni og setti hann á sölu í gærmorgun. Um hádegið var kominn kaupandi sem borgaði 430.000 staðgreitt. Hann var hæstánægður með verðið og var meira að segja bílasali sjálfur svo þetta var ekki svindl. Seinna um daginn frétti ég svo af gaur sem kom á söluna og vildi borga 450.000 staðgreitt, en þá var hann frátekinn fyrir hinn kaupandann.
En málið er að láta ekki helv*** umboðin leyfa að stunda sína glæpastarfsemi að taka svona bíl uppí á 200.000 kr þegar ég gat selt hann á helmningi meira. P.Samúelsson sem ég hef alltaf talið ágæta eru ekkert betri en hin umboðin. Ég var svo að bera saman verð hjá þeim á 7-8 ára gömlum bílum miðað við BGS og þau voru ekkert að stemma. 9 ára gömul Corolla GLi var á 440.000, listaverð 370.000 og það voru engir aukahlutir og ekkert lítið keyrður.
Brimborg, P.Sam og BGS áttu einfaldlega að taka það fram við mig að listaverð væri ekkert til hjá svona gömlum bílum. Ef ég hefði verið mjög einfaldur, einsog margir eru og látið umboðið taka hann uppí á litlar 200.000 krónur væri ég 220.000 krónum fátækari. Þess vegna hvet ég alla að láta ekki umboðin ræna sig.