Daginn

Ég lennti í því miður skemmtilega atviki að það var keyrt aftaná mig á gatnamótum hjallabrautar og hafnafjarðarvegar. Bílinn fyrir framan mig nelgdi niður og ég gerði það líka en aðilinn fyrir aftan fór aftan á mig. Það fyrsta sem hann sagði við mig væri að hann væri 1 klukkutíma of seinn á fund og hefði eiginlega ekki tíma til að gera tjónaskýrslu! Pælið í því. Það er ótrúlegt hvað fólk er sofandi á ljósum og gefa bara inn þegar það græna kemur og varar sig ekki á hinum fyrir framan sig. Var svona að pæla hvort tryggingafélögin hækki ársgjöldin hjá þeim sem keyrði á mig og svo hvort ég ráði hvar ég læt rétta bílinn?