Ekkert voða merkilegt.

En í ljósi Mazda spjalls hér að neðan þá verð ég að segja frá prototýpu sem ég rakst í “CAR” blaði frá 1993.

Þessi bíll er byggður á MX-5 og var hugmynd sem M2 hópur Mazda fékk. Bíllinn er MX-5 Coupé, nokkuð frábrugðin blæjubílnum, afturendinn nokkuð smart að mínu mati þó framendinn gæti verið betri. Ég man hinsvegar vel eftir því þegar ég sá þennan bíl í blaðinu forðum að ég óskaði þess innilega að Mazda myndi láta vaða og framleiða þennan bíl, lítill Coupé bíll með afturhjóladrifi…… ekki slæmt! Ekki nóg með það, hann átti að fá nýju 1800 vélina sem kom síðar í MX-5 sem var upprunalega 140 hestöfl en síðar 130 með hvarfakút. Rúsínan í pylsuendanum var hinsvegar sú að hann var með alla nýju boddíhlutina úr koltrefjum sem skilaði minni þyngd.

Hér má sjá myndir:
http://members.rogers.com/sofronov/Cars/Mazda/Future/M2/1008.html