Það er ódýrast og skemmtilegast að taka norrænu. Það kostar um 15 þús fyrir bílinn fer reyndar eftir því á hvaða tíma þú ert dýrara á háannatíma. Mikilvægt að fá sundurliðun á fargjaldinu fyrir þig og fyrir bílinn þannig að þú bara gjöld af bílnum. Svo er best að kaupa farmtryggingu hjá tryggingafélaginu þínu því það er oftast ódýrara heldur en að borga 1% af kaupverði bílsins sem þú þyrftir annars að gera. (fer náttúrlega eftir því hvað bíllin kostar)
Þá er cif verð bílsins:
kaupverð+flutningskostnaður+trygging
á það leggst 30% eða 45% tollur (30% 1-2000 vél en 40% 2001-og stærri) svo leggst VSK á þá upphæð 24.5%.
Dæmi:
Kaupverð: 10.000 evrur
Kaupverð í ISK 840.000
Kaupverð+fl.gj.+trygging 840.000+15.000+8.000=863.000=cif verð
863.000*1,45*1,245=1.557.931
Svo kostar að fljúga út og lifa og kannski taka bílaleigubíl í nokkra daga, kaupa tryggingu fyrir bílinn á leiðinni heim og umskráning, númeraplötur og eitthvað fleira.
Það getur sparað slatta að taka norrænu og gera þetta sjálfur. Það er vægast sagt mjög gaman að keyra þýskan bíl á þýskri hraðbraut!!!
Ef þau kaupir bíl með MwSt (þýskur vaskur) sem þú getur fengið endurgreiddan þá færðu sérstaka pappíra sem þú verður að láta stimpla þegar þú ferð út úr evrópusambandinu. Svo sendir þú pappírana út og færð þetta borgað eða borgar þetta aldrei og semur við bílasalann sendir honum bara pappírana.<br><br>BMW Freude am Fahren