Minns, sem er 16 ára varð svo heppinn á dögununm að hafa fengið Huyndai scoupe ´94 gefins. Bróðir minn var að versla sér Eclipse og þurfti að losna við bílinn svo að mamma gamla keypti hann fyrir mig því að það styttist nú í að maður fái prófið og þá þarf maður nú einhvern rúntara..
En það sem ég ætlaði nú að tala um er að það eru nokkrir hlutir sem mig langar að gera við bílinn og vantar smá ráðleggingar með..
þegar búið verður að rétta beygluna á honum og sprauta bílinn (hmm hvernig ætti maður að hafa hann á litinn?) Þá langar mig að setja hann á stærri felgur og Low profile. ég er að spá í hvort einhver hérna vissi hvað yrði passlegt undir bílinn, 16“ eða 17” og þá dekkjastærðin líka.
Annað sem ég var að spá í er Body kit, er það nokkur staðar til hér á landi? ég veit um síðuna www.sharkracing.com sem er með Kit fyrir þessa bíla en hefur einhver reynslu á því að panta svona að utan í gegnum netið?
Svo er nú komið að mótornum og því dóti..
flækjur og púst er ég ákveðin í og var að hugsa um að snúa mér til manns sem kallaður er Einar áttavillti og flestir hafa miklar mætur á honum, hefur einhver hugmynd um svona sirka verðið á þessu?
Loftsía var að spá í frá K&N er þær ekki ágætar?
Eitt enn og það er þetta blessaða superchips. Þannig kubbur las ég á netinu á að gefa bílnum mínum 30 hö! fær það staðist? og er þessi kubbur kannski bara til þess að stytta líftíma vélarinnar og auka bensíneyðslu?
Ef þið mælið með einhverju öðru sem ég get gert fyrir bílinn þá enfilega leggjið orð í belg,
ég vona að einhver geti frætt mig nánar um etta og já,
p.s. þið sem hafið sama álit á huyndai og Lödu, ekki hafa fyrir því að svara og eitthvað þannig…Mín fjölskylda hefur haft mjög góða reynslu af þessum bílum … vísa einnig í greinina “merkjasnobb” sem skrifuð var fyrir nokkru.
Og já endilega ekki segja mér að kaupa mér nýjan mótor eða bíl eða eitthvað heldur, þetta er bara hlutir sem mig langar að gera við þennan bíl…
Glory Glory…