Ég mæli með því að menn stilli á discovery á virkum dögum klukkan hálf sjö, endursýnt morguninn eftir klukkan átta fimmtíu.
Einhverjir breskir jólasveinar tóku sig til og bjuggu til sjónvarpsþáttaseríu um samsetningu á cobru kitcar. Sú sería er nú búin og þeir hinir sömu eru núna að gera upp jagúar E-type.
Ég hef bara aldrei séð neitt jafn brilliant og þessa þætti, gaurarnir eru ekki mikið að stressa sig yfir því að hafa þetta eitthvað fágað heldur er einblínt á bílana sjálfa.
Mæli með þessu, þættirnir núna heita “A car is reborn”.
Biðst afsökunar ef það er búið að útvarpa þessu áður á huga, nennti ekki að gá að því.