Spyrnukeppni í HFJ
Ég og vinir mínir voru rétt í þessu að koma frá Kænunni í Hafnarfirði þar voru fullt af bílum að spyrna. Ég heyrði frá þessu á Radio-X í dag og var frekar forvitinn. Við komum þangað um 9 leytið og þarna voru þessir GEÐVEIKU bílar t.d. Ford Mustang Mach 1, Chevrolet Monza, BMW M3 x2, Audi GT, Pontiac Firebird 2000 (árgerð), Trans Am, Corvette 1982 (klikkaður bíll), nokkrar Prezur, Celica GT4 o.fl. kaggar. Þeir sem stóðu fyrir þessu lokuðu götunni við Kænuna og fólkið stóð hættulega nálægt við götuna. Maður hefur aldrei séð svona áður á Íslandi og vonandi sér maður svona aftur. Eftir um 50 mínútna spyrnur kom löggan loks á ógeðslegum Hyundai jeppa og lét sírenur og blikkljósi á fullt. Þá flúðu allir kaggarnir ásamt áhorfendum. Gaman væri að vita um þessar “spyrnur” með meiri fyrirvara og fá kannski leyfi fyrir þeim. Allavega, þetta var virkilega flott og þeir sem sáu þetta og einhverjir sem vita um þetta endilega látið heyra í ykkur!