Það er töluvert dýrara að tjúna innspýtingarbíla en blöndungsbíla, ef við tökum TPI sem dæmi þá var TPI með MAF sensor frá 85-89 en Speed Density frá 90-92.
MAF kerfið þolir meiri breytingar þar sem að það mælir loft vs speed density sem reiknar það út frá MAP sensor í milliheddi.
Ef gerðar eru breytingar á SD bíl þá þarf alltaf að brenna nýjan kubb en ekki alltaf í MAF. Ef við tjúnum mikið þá væri rétt að skipta um runnera (þar sem að þeir eru gerðir fyrir Tork á lágu snúning) og skipta þeim fyrir stærri og jafnvel óskiptum. Milliheddið við TPI er þá orðið flöskuháls en það þolir illa að vera portað. Ég myndi því velja þá leið að kaupa frekar Stealth Ram frá Holley (millihedd og plenum saman, þarf ekki runnera) fyrir TPI innspítinguna því þar eru miklir flæðis möguleikar á háum snúning og það er á góðu verði núna. Ef menn halda sig við MAF þá er inntakið frekar hamlandi, því er frekar mælt með að breyta því í SD. Spíssarnir fyrir 305 eru 19lb en 24lb fyrir 350, það ætti að duga nema vélin sé þeim mun meira tjúnuð. Ef vélin þarf aðeins meira þá er hægt að ná því með að auka bensínþrýstinginn. ECM (tölvan) fyrir 85 TPI er talin vera léleg (barn síns tíma) en ECM frá 86-89 er miklu fullkomnari. Svo er hægt að fá aftermarket tölvur frá t.d. Holley sem hægt er að tjúna með ferðatölvu (jafnvel á ferð). Ég ætla ekki að tjá mig um TBI eða CFI.
Ef þú ert með blöndung, kaupir þér millihedd við hæfi, smellir á þetta góðum blöndung, setur í gang :)
Skv. öllum testum sem ég hef séð þá skilar blöndungurinn fleiri hestum en oft er tork kúrfan flatari hjá innspítingarbílum. Innspíting er þægilegri í venjulegum akstri (ef hún er í lagi) og þú þarft ekki að hugsa eins mikið. Aðal kostur innspítinga er minni eyðsla.
Ég hef sjálfur verið að pæla í að fá mér innspítingu í Transaminn, ég þarf bara einhvernvegin að finna leið til að sannfæra mig um að það sé nauðsynlegt :)
JHG