Sæl öllsömul

Ég var að keyra með félögum mínum um daginn og þá komust bílar (aldrei þessu vant:) inní samræðurnar hjá okkur. Ég er sá eini af félögunum sem er eitthvað fyrir japanskt og þýskt (aðallega japanskt þá) og þeir allir harðir kanar. Þið sem kannski kannist við svoleiðis fólk vitið kannski hvað ég er að meina þegar að er að tala um að allir bílar séu dósir miðað við kanakerrurnar, ekki satt?
Allavegana, þá vorum við að spjalla um ýmislegt og þá barst VW Golf í tal, VR6, nánar tiltekið. Ég sá (Live2Cruize minnir mig) tölur yfir getu þessa bíls, m.a. hámarkshraða, sem er 225 km/h, sem að mér þótti ekki mikið, miðað við hvað þessi annars ágæti bíll er að toga vel (allavegana þegar að ég sé til).
Ég tjáði félögum mínum hvað mér fyndist og þá sögðu þeir að þeir vildu allavegana ekki vera á 225 km/h í smábíl.


Af einhverjum ástæðum þá finnst mér VW Golf og bílar í hans stærð ekki flokkast undir smábíla. Polo er smábíll, Yaris er smá bíll, Peugeot 206 er smábíll en það finnst mér ekki um Golf, Corollu eða aðra álíka bíla.

En svo, hvað finnst ykkur?

Kveðja,
mystic
nossinyer // caid