Þetta er heldur ekki alveg rétt. Ef við tökum dekk sem er 265/70R15 þá er lesið svona úr þessu:
265=breidd í mm
70=hlutfall banans af breidd dekksins(og þeir eru jú tveir í hæðina)
15=hæð felgu í tommum
Hæð dekksins er því: (2*70%*265)/25,4+15=29,6 tommur
Mér hefur alltaf fundist það skrítið að þarna er verið að blanda saman tommum og mm í sama númeri, af hverju gátu þeir ekki haft þetta annaðhvort í tommum eða mm?
JHG