Ég er að spá í að svara þér almennilega, svona til tilbreytingar við hina.
Neonljós: Ég verð að undirstrika að það er EKKI kúl að hafa blikkandi neonljós. Það er fínt að hafa þau inní bílnum, t.d. undir mælaborði svo að það skíni á fæturnar á þeim sem eru framí. Svo er frekar flott að hafa þau undir bílnum (framan, hliðar og aftan). Annars finnst mér bara ljótt að sjá einhverja tappa með útum allan bíl og sérstaklega í mismundandi litum.
Ljósabúnaður: Já það er fínt að dekkja afturljósin, en láttu framljósin vera, nema þá með smá “augabrúnum” sem þú færð sennilegast í Tómstundarhúsinu, ásamt flest öllu öðru sem ég er að telja upp hérna :)
Svo ef þú getur græjað logandi stöðuljós, þá er það ekkert verra.
Rúður: Dökkar rúður aftur í að bæði flott, að mér finnst, og þægilegt, Svo ef þú ert á hvítum bíl, þá fer flest allt við hvítan lit (bara eitthvað sem að maður lærði í litafræði þegar maður var í skólanum :)), þannig að þú gætir setta rauðar filmur í hann eða hvaða lit sem er, en þá er must að hafa alla litlu hlutina sem nánast enginn tekur eftir, eins á litinn, á meðan stóru fletirnir eru enþá hvítir.
Spoilerar: Ef þú ert á svona Hatchback eða hvað sem þær voru kallaðar, þá mundi ég annað hvort sleppa því að hafa spoiler aftan á eða þá að hafa hann ógurlega lítinn, finnst einfaldlega ljótt að sjá risa spoilera á bílium sem ekki eru með skott. En ef þú ert með skott þá eru stórir spoilerar ekkert verri, en fólk verður að hafa sín takmörk :)
Kit: Þú verður að hafa það í huga að bílinn er langflottastur þegar hann “sleikir malbikið”, en þá eru snjókoma, kantsteinar, hraðahindranir og malarvegir helstu óvinir bílsins þíns. Farðu til þeirra í Tómstundahúsinu og biddu þá um bækling um hvað þú getur gert fyrir bílinn þinn, og biddu þá að leiðbeina þér.
Þegar það kemur að dekkjum þá get ég ekki sagt þér neitt, því að ég kann ekkert á þau :) Farðu bara og tala við þá í Tómstundahúsinu og láttu þá sýna þér hvað þeir eiga, og veldu síðan.
Það er ekkert verra ef þú lækkar hann, en það verður að fara fram áður en þú setur á hann kit. Svo innaná þá geturu fengið allskonar stóla í Tómó, þeir eru með stýri, gírhnúða, handbremsur, málningu, og nánast allt sem þú þarft inní bílinn þinn, eða geta þá annars pantað það fyrir þig.
En allt kostar þetta pening, og vil ég minna á að þetta bætir EKKI kraftinn í bílnum þínum. Ef þú ert að pæla í krafti, fáðu þér þá annann bíl :)<br><br>Kveðja,
mystic