Ég verð bara að skrifa þetta, ég er svo hissa… Ég var að keyra í Árbænum áðan og var á beygjuakrein og hliðina á mér var Subaru Legacy, dökkgrænn /gulllitaður árgerð 1998. Undir stýri var kona ca fertug með tyggjó og sólgleraugu og krakki frammí. Þetta var frekar lítill krakki, kannski svona 3-4 ára og stóð einhvern veginn á gólfinu frammí, náttúrulega ekki í belti og stóð þarna við loftpúðann. Hallaði sér alveg frammá loftpúðasvæðið. Ef að konan hefði keyrt á þá hefði loftpúðinn drepið krakkann, hoggið af honum hausinn, eða þá að krakkinn myndi flúga útum gluggan – og drepast. Svo beygði ég og Subaru konan hélt för sinni áfram. Svo keyri ég Rofabæinn, þar sé ég Subaruinn aftur og krakkinn á sama stað.
Ég hef ekki orð til að lýsa foreldrum sem láta svona viðgangast. Þetta er meira en fífl og meira en fæðingarhálviti. Hvað þarf fólk að vera mikið heimskt að hafa ekki tekið eftir öllum umferðarslysunum sem hafa orðið? Þetta var kannski svona fyrir 30 árum að krakkar voru útum um allan bíl en núna hef ég ekki séð svona í mörg ár. Þetta var kannski ekki á hættulegasta svæðinu, í Árbænum, en það hafa orðið þónokkur mörg slys og slys get gerrst hvar sem er. Þetta er kannski hugsunarleysi en samt…
Þess vegna vona ég að konan á Subaru Legacy árgerð 1998 , með númerið YO*** eða YU*** hugsi aðeins, - nema að það sé til í dæminu að krakkinn sé svona rosalega leiðinlegur og hún setji hann þarna til að losna við hann….
Allir sem ég veit um, þ.á m ég er ALLTAF með börn í stól eða allavega í belti, common þetta meikar alveg sens.
Btw KONAN var í belti!!