Sælir. Ég var í bílahugleiðingum og vildi fá smá ráð. Ég er sem sagt í skóla, með litla vinnu með skólanum og get ekki borgað mikið í hann og þess vegna var ég að leita að algjörri druslu.
Því er það eina sem mun eitthvað gildi hafa er að hann sé ódýr í rekstri. Með bilanatíðni í lágmarki, og bensín og olíueyðslu í lágmarki og helst nógu lítinn bíl til að tryggingarnar ræni ekki af mér peningunum í bókstaflegri merkingu.
Hvað segið þið bílasérfræðingar, eftir hvernig bíl ætti ég að leita?
Bætt við 1. október 2011 - 01:49
Ég hef tekið eftir að mínar kröfur til bílakaupa henta ekki mínum verðflokki. Þess vegna hef ég hækkað verðviðmiðunarflokkinn, en ég hef ekki efni til að kaupa það. Þess vegna hef ég ákveðið að nýta næsta ár til að safna inná bankabókina mína og hætta við bílakaup að þessu sinni. Ég þakka samt ábendingarnar! :)