Þetta er það sem gerist þegar:
Bíll yfirstýrir: Bíllinn missir (meira) grip að aftan (en að framan). Afturendinn togast utar í beygjuna og stefna bílsins breytist hraðar en ökumaður skipar fyrir með stýrinu.
Bíll undirstýrir: Bíllinn missir (meira) grip á framhjólunum sem stýra bílnum (en að aftan). Í staðinn fyrir að framendinn breyti um stefnu eins og stýri og framhjól segja til um leitast bíllinn við að halda beint áfram.
Vona að þetta hafi verið skýrt. Það er best að finna þetta til að skilja þetta :)
Ef þú getur, lestu leiðbeiningabækurnar með einhverjum Gran Turismo leikjanna, þar eru mjög góðar lýsingar á öllu svona (a.m.k. með GT1). Svo er líka ágætt að finna þetta og prufa í leiknum.
Tilvalin leið til að undirstýra er að koma og hratt inn í beygju og jafnvel (á flestum bílum) að bremsa líka of seint.
Á flestum venjulegum nútímabílum er ekkert auðvelt að fá fram neina gerð (það eru til nokkrar “gerðir” yfirstýringar, m.a. power-oversteer, lift-off oversteer og roll-oversteer) yfirstýringar nema bara helst í hálku og jafnvel þá vilja þeir flestir bara undirstýra nema þú beytir brögðum Prufaðu að koma hratt inn í beygju (notaðu t.d. vítt hringtorg eða hentuga beygju þar sem engin umferð er og æfðu þig á að taka hana rólega fyrst en vinna þig upp í meiri hraða þar til þetta tekst, löng beygja sem er ekki of aflíðandi er þægilegust en kröpp beygja virkar líka, passaðu bara að það sé nóg útsýni, pláss og engin umferð!) á inngjöf, sleppa svo inngjöfinni snögglega á meðan þú stýrir meira inn í beygjuna. Ef bíllinn yfirstýrir viltu vera snöggur til að stýra létt á móti og bæta við mótstýringu eftir þörfum. Ef þú hefur aðgang að kraftmiklum afturdrifsbíl finnurðu bara svona beygju eins og ég nefni og prufaðu að auka inngjöf snögglega af krafti í miðri beygju. Þú vilt hafa nóg pláss til að getað stoppað bílinn af en notar sömu aðferð til þess eins og áður.<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints