já… bara plús í plús og mínus í mínus og þá gefurðu fínt start.
Þegar þú tengir í boddí ertu að tengja mínus því boddí, jörð og mínus er allt sami hluturinn sökum þess að mínus frá geymi er tengdur út í boddíið(jörðina) á bílnum.
Ókosturinn sem því fylgir er að þú veist í raun ekki hvernig straumurinn rennur um boddíið þegar þú tengir mínusinn þannig svo það er betra að tengja það beint á póla ef þú getur. Af þessari sömu ástæðu legg ég mínus beint frá geymi ásamt plús með öllum tækjum sem ég tengi í bíl, s.s. græjur, talstöðvar o.f.l.
Ég heyrði einu sinni af dráttarvél sem var með lélega jörð á startara og dró því strauminn í gegnum vélina og gírkassan og eyðilagði legur á sveifarás með rafsuðupunktum. Það hefur alltaf fengið mig til að pæla þegar kemur að flökkujarðstraumum í bíla, báta og vélarafkerfum og tengja beint á fæðistað.
Annað sem ég hef heyrt um að gefa start en veit ekkert hvað er til í, er að það skemmi tölvuna á nýjum bílum að gefa start með bílinn í gangi. Því sé réttara að gefa start með dautt á bílnum sem gefur start. Ég hef sjálfur gefið start með vélina í gangi á bíl með tölvu og honum varð ekki meint af en þetta er samt ein af flökkusögunum sem eru í gangi og ég veit ekkert hvað er til í.
en já… plús í plús og mínus í mínus
ps. ég veit að þetta er mikið um lítið en það er minn stíll.