Þvottur:
Ég skola bílinn með háþrýstidælu (volgt vatn).
Froða bílinn með Meguiars hyper wash.
Leyfi því að sitja á í nokkrar mín áður en ég skola af.
Þríf bílinn. „2BM“ með Hyper Wash og nota 2 hanska. Microfiber hanska á neðri hlutan á bílnum og lambswool á efri hluta.
Nota Autosmart Tardis á erfiða tjörubletti.
Þurrka bílinn með Sonüs „handklæði?“
Leir (Ef það þarfnast):
Leira bílinn með Megs leir eða Sonüs.
Nota Meguiars Last Touch sem lube.
Felgur og dekk:
Oftast byrja ég á þessu (áður en ég þríf bílinn)
Sprauta Sonax Full effect á felgurnar. (lýtur út eins og blóð, mega töff)
Nota svo fínan svamp og mjúka bursta og fer yfir felgurnar.
Blanda sterka sápu í fötu og bursta dekkin vel með grófum stífum bursta.
Skola svo allt og leyfi að þorna.
Fer stundum yfir með ódýru bóni (sealant) á felgurnar. Það auðveldar svo mikið þegar það kemur að því að þrífa þær aftur.
Og Megs endurance yfir dekkin
Polish/Glaze/Lakkhreinsir:
Það er náttúrulega svo mikið sem er hægt að nota hérna.
En það sem ég nota með höndum er Autoglym SRP og Dodo Lime Prime.
Það sem ég nota með vél eru Meguiars massar og Meguiars púðar.
Wax/Sealant/Öll vörn:
Það fer náttúrulega eftir árstíðum hvað ég nota en á veturnar nota ég Collonite No. 476s. Þetta wax endist lengst af öllum sem ég veit um. Það er talað um að endingin geti verið allt að 12 mánuðir. Ekki það að ég hafi prófað en ég gæti allveg trúað því.
Sumrin þá er það Dodojuice, á bílinn minn nota ég Diamond White og Supernatural.
Ég á allskonar consumer wöx/sealants en nota þau lítið á minn eigin bíl.
…And Disease Was Spread In A Matter Of Seconds