Varðandi fyrirspurn um Audi A3!
Ég er eigandi af einum slíkum og velti þessum hlutum talsvert fyrir mér áður en ég keypti gripinn. Ég velti meðalannars fyrir mér hvað ég væri að fá umfram VW-Golf þar sem þetta eru nú áþekkir bílar. Það er sama vélin (1600) sami undirvagn og svo að segja sama fjöðrunarkerfi. Bíllinn er um 200-300 þúsund krónum dýrari heldur en sambærilegur Golf.
Fyrir það fyrsta ertu að borga aðeins fyrir merkið. Í öðrulagi er lagt heldur meira í bílinn heldur en þann sem ég miða við, t.d. er varadekkið á álfelgu í fullorðinsstærð og svo fullt af smáatriðum sem er allt of langt mál að fara að telja upp.
Það sem hinsvegar sannfærði mig það var að þegar ég ók honum, ég held að þú verðir að prófa til að sannfærast þá vonandi finnur þú það sem ég fann.
Í stuttu máli klassabíll með mjög skemmtilega aksturseiginleika og ekki spillir fyrir að hann er gullfallegur og mæli því hiklaust með honum.
Kveðja
Skessa
P.s. Bíllinn minn er Audi A3 1600 Ambition 2 ára gamall.