Halló allir.
Mig langar að segja frá 2 umferðaróhöppum sem ég hef lent í og í bæði skiptinn átti bíllinn minn í samskiptum við lögreglumenn sem voru ekki á vagt.
Ég verð að viðurkenna að þetta var einn mesti aula og hálvitaskapur af minni hálfu en það sem gerðist í fyrra skiptið var að ég var að keyra í kópavogi í nýja hverfinu í Lindunum held ég og er á leiðinni að kaupa málningu í Hörpu. Ég er á jeppanum hans afa og afi situr í farþegasætinu, á götunni eru um 20 - 30 krakkar að vinna við að slá og reyta arfa og drasl.
Ég tók eftir því að ég rétt missti af afleggjaranum og stoppaði því útá miðri götu rétt framhjá afleggjaranum sem lá að Hörpu, ég tók ekki eftir því að í sömu andrá var bíll fyrir aftan mig sem næstum því fór aftan á mig vegna þess hve snöggt ég hafði hemlað og fyrir vikið var hann alveg uppað bílnum. En ég leit í speglana og sá hann ekki vegna þess að hann var svo nálægt, enginn annar bíll í sjónmáli og ég tók þá ákvörðun um að bakka til að ná beygjunni, ég rak í bakk og bakkaði geyst og fór gjörsamlega uppá bílinn fyrir aftan mig með afturdekkjunum og sá bíll var gjörsamlega ónýtur. Allir skólakrakkarnir horfu á þetta og flissuðu sem voru í unglingavinnunni. Okkar bíll skemmdist ekkert en hinn var ónýtur, þetta var lögreglumaður sem ég hafði keyrt á og hann var ekki ánægður.
Auk þessa fékk ég sekt senda heim fyrir að bakka ógætilega á alfaraleið, sektin hljóðaði uppá 4000 kall (3000 fyrir að borga strax) ég átti það skilið.
Í hitt skiptið er ég að koma keyrandi eftir hægri akrein núna einu ári síðar. Ég tek eftir því að það eru 2 bílar að reyna að komast inná akgreinina frá aðrein svo ég fer yfir á vinstri akgrein og ætla að hleypa þeim, fremri bíllinn fer útá og það er ekkert mál með það en aftari bíllinnn tekur þá á rás og tekur 2 akgreinar í einu án stefnuljóss og fer í hliðina á mér. Ég var á löglegum hraða og var búinn að skipta um akgrein fyrir þó nokkrum tíma, gæinn var ekkert að fylgjast með umferðinni. Ég snarhemlaði og beygði út í kant, ég var ekki ánægður með þetta og skammaði þess vegna kallinn sem var lögreglumaður einnig og var ekki á vakt. Ég hætti þó að skammast í kallinum þegar ég sá að hann var að fá tárin í augun. Bíllinn rispaðist á meiripart hliðarinnar hægra meginn en enginn slasaðist í bæði skiptin.
(Ekki bögga mig útaf stafsetningunni plís).