Sælir hugarar Þannig er mál með vexti að það fer að líða að því að ég þurfi að koma fyrir 3 barnabílstólum hlið við hlið sem mjög fáir bílar virðast ráða við. Hafiði einhverjar hugmyndir eða reynslu af slíku?
Neibb, þar eru bara tvö sæti í miðju röðinni sem þýðir að það er ekkert pláss í skottinu fyrir barnavagn, enn síður fyrir farangur fyrir ferðalög. Þetta er nefninlega frekar trikkí. Bílarnir sem ég er búinn að finna eru Ford Galaxy, Toyota Previa og VW Touran
þú þarft að fara í eitthvað stærra en venjulega fólksbíla hér, myndi athuga eitthvað eins og Isuzu Trooper, Nissan Patrol eða eitthvað því um líkt, minni jeppar eins og Toyota Landcruiser 90 eða 120 og MMC Pajero eru sennilega of mjóir til þess að setja þrjá hlið við hlið en allt í lagi að athuga
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..