Upplýsingarnar eru mjög takmarkaðar en það er svo sem hægt að reyna (veit ekki einu sinni hvernig bíl er um að ræða).
Ég geng út frá því að bíllinn virki rétt í venjulegum akstri en drepi aðeins á sér þegar þú ert stopp.
Ef það er of væg blanda inn á vélina, eða stilliskrúfa fyrir hægagang ekki rétt stillt, þá virkar vélin meðan þú ert á gjöfinni en deyr þegar þú sleppir henni.
Það gæti verið að vélin nái fölsku lofti einhversstaðar, þú ætti því að kíkja á vacum slöngur og jafnvel spreyja á þær startspreyji, ef gangurinn eykst við það þá ertu búinn að finna leka.
Það getur verið lúmskt að finna falkst loft, t.d. getur vélin náð því við kveikjuflýtinn ef hann er bilaður.
Happy hunting,
JHG