þetta er að vissu leiti falskt öryggi, getur bjargað þér í einhverjum tilfellum, en ég hef einu sinni keyrt með svona radarvara og hann var alltaf að væla nema einmitt þegar ég mætti löggunni, þá stein hélt hann kjafti.
mér finnst bara þægilegra að keyra bara eins og maður og losna þannig við stressið sem fylgir því að fylgjast með hvort löggan sé einhversstaðar og einnig að losna við sektirnar, enda hef ég alldrei verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur þessi fimm ár sem ég hef verið í umferðinni
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“
Það gildir um radarvara eins og svo margt annað. “You get what you pay for”.
Ég hef verið radarvaralaus núna í rúma 3 mánuði frá því að radarvarinn missti röddina og allt gengið vel hjá mér. En hann hefur margoft reddað mér.
Í þau skipti sem ég hef verið tekinn fyrir of hraðann akstur hefði radarvari getað bjargað mér í öllum tilvikum nema einu sé mitt álit gefið á apparatið.
Held þeir hafi bara notað það, ég fékk allavega aldrei K-band alert þegar ég var með minn gamla (nema hjá hurðum), alltaf Ka, lokaði líka bara fyrir K á endanum.
Innanbæjar er Ka og Laser mest notað, einstaka jepplingar sem nota K eftir því sem ég best veit. Utanbæjar heyrði ég að löggan notaði K meira heldur en innanbæjar, veit ekki hvað er til í því en annars eru það líka Ka og Laser.. Nánast öruggt að slökkva á K (þá til að losna við óþarfa væl) nema ef þú ætlar útá land þá væri líklega öruggara að hafa kveikt á því.
You get what you pay for… Ef þú kaupir ódýrt drasl þá græðiru ekki neitt á þessu, en ef þú tímir að eyða smá í þetta þá getur hann bjargað þér, en að mínu mati bannað að treysta á hann. Ódýrasti “góði” radarvarinn er á c.a. 56þús, Passport 8500 x50 og sá besti á Íslandi er á c.a. 130þús, Valentine 1.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..