minn fyrsti var sjálfskiptur Hyundai Accent og mæli ég eindregið gegn því að fá sér þannig bíl, sérstaklega ef maður er að fara að gera hann út sjálfur, þessi bíll eyddi 12 lítrum á hundraðið innanbæjar (reyndar fór sú tala upp í svona 15 ef maður reyndi að keyra sparakstur) sem væri ágætt ef að hann skilaði manni eitthvað áfram en það var ekki raunin. skiptingin hrundi eftir 120 þúsund kílómetra akstur, olíupannan ryðgaði í sundur og ballancestangarendarnir voru báðir brotnir eftir 130 þúsund kílómetra.
og já, svo var ekkert sérstaklega skemmtileg tilfinningin sem kom þegar að tveir bremsuklossar duttu óvænt úr honum þannig að hann varð svo gott sem bremsulaus.
sem sagt, ef þú hefur verið að spá í þessum bíl þá skalltu taka hann út af listanum strax
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“