Vá…léttir :)

Ég var núna áðan að þrífa bílinn minn sem er kannski ekki frásögu færandi, nema að þegar ég er búinn að þvo hann þá fór ég, eins og svo oft áður, pínu hring (1-2 mín.) til að láta mestu bleytuna fjúka af bílnum. Ég var uppí í vinnu, og fór smá hring og keyrði greitt.
Hér er aldrei nein umferð á þessum tíma, nema núna þegar ég var að keyra kemur allt í einu bíll á eftir mér út eina hliðargötuna og eltir mig. Tek fram að ég var yfir hámarkshraða eins og svo oft áður við þessar aðstæður (nefni engar tölur), en keyri annars löglega daglega í umferðinni. Þegar ég er kominn út í enda á götunni sný ég við og er þá hinn bílinn á móti mér og ætlar að “svína” fyrir mig. Ég keyri framhjá og held mínum hraða inn á verkstæði og keyri inn. Kemur hinn bíllinn ekki akandi inn á planið og út kemur maður sem kynnir sig sem lögregluna (óeinkennisklæddur) og biður um að sjá ökuskirteinið. Ég lít svona rétt á bílinn hanns og sé að hann er einn og ekki með radar. Þannig að ég sá ekkert því til fyrirstöðu að hann fengi skirteinið og var bara hinn kurteisasti. Hann párar í blokk, bílnúmer, nafn og heiti á fyrirtæki og ég spyr hvað sé að. Hann segir að ég hafi verið á allt, allt of miklum hraða, 120-140 að hanns sögn. Ég hló nú bara að honum og sagðist hafa verið á kannski 80 (60 hámark). Spyr svo kauða hvort hann hafi mælt mig. Þá kom eitthvað fát á lögguna, lokar blokkinni og spyr mig “á hvaða hraða varstu?” Ég segi 70-80 aftur. Hann segir “láttu ekki svona, þú verður ekki kærður”. Ég svara 70-80 enn einu sinni. Svona gengur þetta í smá stund og hann segir alltaf að ég verði ekki kærður og hann sé ekki að taka þetta upp. Allt í einu fer hann að spurja mig hvort bíllinn sé góður og tala um daginn og veginn. Ég glotti bara og spjallaði við hann í smá tíma og svo fór hann.
Það sem hann reyndi að veiða upp úr mér á hvaða hraða ég var á, þvílíkt og annað eins. Skondið.

Jæja, kannski enginn boðskapur með þessari sögu, nema kannski að maður er hvergi óhultur þó að maður sjái ekki hvítan bíl með ljós á toppnum nálægt. Ég verð að viðurkenna að hjartað sló verulega hratt en létti þegar ég sá að hann var einn og ekki með radar :)

Gleymdi náttúrulega að muna númerið að bílnum :(, en þetta var svona dökk fjólublár sanseraður Opel Vectra sedan. Engar filmur eða neitt svoleiðis, bara venjulegur bíll. Blikkljósið var fest í sólskignið farþegamegin og sást bara þegar það var sett niður, stórir blikkandi díóðu þríhyrningar. Hann spurði meira að segja hort mér finndist ljósið ekki flott…hehe

BOSS
There are only 10 types of people in the world: