Ég er að spá núna í nýjan bíl, Hekla selur fyrir mig Passat hræið mitt í umboðssölu þegar hann kemur úr réttingu og nú er ég að spá í aðeins ódýrari bíl. Sem n.b verður ekki frá VW og ekki frá Heklu, takk fyrir kærlega!
Sá í Brimborg nefnilega notaða Citroen Xsara, 1600 110 hö, mjög skemmtilegur bíll í akstri, og mjög fallegur að mínu mati, en er að spá hvort ég þori að taka hann. Ég er nefnilega orðinn ansi þreyttur á bilunum í Passatinum og nenni ekki að standa í slíku aftur, þó svo að Brimborg sé sennilega liðlegari en Hekla. Það er ekki mikið af Citroen Xsara í umferð, mjög fáir, sem mér finnst bara gaman að því leiti að þá er maður á aðeins “öðruvísi” bíl. (Átti Corollu 96 rauða í nokkur ár og það voru alltof margir á nákvæmlega samskonar bíl, þar af fjórir í götunni minni)
En veit einhver hvernig Citroen hafa verið af þessum síðustu árgerðum, þetta voru nottla gallagripir, ætli það hafi lagast. Líka spurning með endursöluverð. Munduð þið kaupa notaðan Citroen Xsara árgerð 2000?
Ps: hvað varð um Saxo á Íslandi?? , flott kynning fyrir ca ári, margir voru að spá og eitthvað var búið að panta, en hvað svo? 9 Saxoar eru til á Íslandi??