minn listi:
1. Lada 1200 árgerð ca 1987, ég HATA þessa bíla, ekkert gott við þá og það sem bilar ekki brotnar. Restin ryðgar í burtu.
2. Hyundai Excel (ég bjó í usa í 1 ár þegar ég var 10 ára árið 1989, þá áttu mamma og pabbi svona bíl árgerð 1986 og þetta var það mesta rusl sem mín fjölskylda hefur átt, síbilandi andskoti)
3. Hyundai Pony (aðeins skárri, ekki mikið þó)
4. Hyundai Accent(heldur skárri)
5. Citroen Axel (lítill ljótur smábíll, kallaður Rúmenska slysið, ég veit ekki hvað ég þurfti að ýta bílnum hennar Rósu Ingólfs sem átti heima hliðina á mér og átti svona bíl árg 1985)
6. Toyota 4Runner V6 sjálfskiptur árg 1994, sem fór með fjárhaginn á mínu bernsku heimili og olli skilnaði, sökum mikillar bensíneyðslu, svo átti hann það til að bila)
7. VW Passat 1,8 Turbo árgerð 2000, ekinn tæp 20.000 km, það eru óteljandi gallar í mínu eintaki og nú er hann til sölu…..eks@visir.is, rauður samlitur, fer í réttingu á morgun, er svo til sölu, áhvílandi lán 200.000 kr.
8. VW Polo 1000cc 45 hestöfl(sérdelis kraftlaus bíll, einnig ryðgaði hann ofboðslega mikið og er ryðhaugur núna, rétt 5 ára gamall)
9. MMC Carisma, bara fyrir það að vera leiðinlega ófríður og misheppnaður
Það er mjög gaman að sjá svona lista og ég hef fullan skilning á vali þínu eks….
Ég reyni að kokka samann minn eigin lista en ekki í ákveðinni röð.
1. Citröen BX, stóhættulegur bíll að mínu mati, maður fann alltaf fyrir einhverri járnstöng í sætisbakinu á honum og velti fyrir sér hvernig það færi með mann í árekstri.
2. Lada 1200, það var þó hægt að hafa gaman af þeim vegna afturdrifsins, en þvílíkt dótarí.
3. Toyota Corolla 1996, ekki svo lélegur heldur bara svo helv leiðinlegur. Hávær, kraftlaus, þröngur leiðindabíll, með slatta af göllum (aðallega í boddí, ekki mekaník).
4. VW Polo 1996 haugryðgað dótarí, það voru þrír bílar hér í vinnunni og allir jafn déskoti ryðgaðir. Svo virka læsingarnar sjaldnast á þeim.
5. VW Golf GrandII (eða eitthvað álíka) með 1200 vél. Lítur flott út og allt í lagi með það… kemst minna en ekkert áfram og svo losnuðu vélarnar í þeim bílum sem ég þekkti til með tilheyrandi hruni á gírkassa.
6. Ford Fairmont sem vinur pabba átti. Það var algjör gallagripur.
7. Subaru Justy…. silly bíll, en virkaði þó í snjó. hann bilaði þó alveg rosalega.
8. ég held að ég geti ekki meir.
Ég hef sennilega ekki verið svo mikið í kringum leiðinlega bíla í gegnum tíðina. Og þetta eru bara þeir bílar sem eru lélegastir af þeim sem ég hef kynnst, þannig að sumir eru kannski ekki svo rosalega slæmir einu sinni eins og Toyotan.
Ég hef áhuga á að vita sirka vhað 4Runnerinn eyddi því ég hef heyrt alveg þvílíkar sögur af eyðslunni í þessum bílum.
0
Ford Ka.. múhahahha :p sorrí Kalli minn, mig langaði bara að skjóta þig ;)
Suzuki Fox eru annars ekkert það slæmir bílar, ágætis beater ef þú átt annan betri bíl :)
0
Var þetta svar við einhverjum pósti frá mér?
Endilega skjóttu á Kainn minn ég hef bara gaman að rífast um hann ;)<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
0
Bebecar : varðandi eyðsluna á 4Runnernum, þá var þetta V6 sjálfskiptur bensínbíll og hann eyddi yfir 21 L á hundraðið. Pabbi á enn einhverja smurbók, þar sem hann skráði niður eyðsluna á honum, hann var að eyða ca 21-25L, sem var alveg ótrúlegt!
Svo fór skiptingin í honum þegar hann var ekinn 70.000 (Toyota tákn um gæði?)
Svo er til mikið magn af þessum V6 sjálfskiptu 4Runnerum á bílasölu, og eru ekki mjög söluvænlegir, það vill þetta enginn, en þetta eru samt örugglega ágætis bílar að öðru leiti.
En sagan af okkar 4Runner er orðin það mikið ýkt að í fjölskylduboðum talar pabbi um 30-35 lítra eyðslu, það er stórlega ýkt hjá kallinum, nánast lygi!
0
En samt bara “nánast” lýgi!
Mér finnst Toyota alltaf frekar vera “tákn um æði”.
0