Það er einn svona bíll í fjölskyldunni hjá mér. Það sem er komið í ljós á þessum 10 ára bíl í dag er sprungið hedd, bíllinn er búinn að tapa vatni í þrjú ár og aldrei verið hægt að gera neitt (að stóru leiti vegna þrjósku eiganda). Mín reynsla af þessum bílum þ.e þegar ég hef sitið í þessu sem farþegi eða bílstjóri er eftirfarandi:
Vegahljóð, þröngir, fínt útsýni, mælaborðið er fáránlegt, takkarnir eru á víð og dreif um allann bíl, afllítill (er reyndar með 4 cyl mótorinn) og rosalega lággíraður. Í bænum þarf maður alltaf að vera að hræra í gírstönginni.
Mér finnst þetta vonlaus bíll. Dýrir varahlutir, asnalegt að gera við þetta og ofaná allt, framleitt í Bretlandi.
Bætt við 4. ágúst 2010 - 12:49
Gleymdi nú að nefna að það er rosalega grófur í honum gangurinn, alltaf olíuleki (það virðist vera eitthvað bilað ef hann leki ekki einhverju) og svo mætti lengi halda áfram.