Það er vel hægt að nota 400 hesta innanbæjar, þú þarft ekki að keyra á 200+ kmh til að nota alla hestana ekki satt, allavega hafa flestir bílar gíra sem henta vel til að nota aflið á minni hraða:)
Ég held líka að flestir sem hafa verið að dissa jeppana hafi tekið skýrt fram að það væri ekki verið að bauna á alvöru jeppafólk.
það eru svo ákveðnar staðreyndir í þessu máli.
Það er mjög hættulegt að lenda í árekstri við jeppa á venjulegum fólksbíl, þessvegna er eðlilegt að ætlast til þess að ökumenn á jeppum sýni meiri tillitssemi og aðgát. Ökumaður á tólf hjóla trukki ekur ekki um götur bæjarins eins og hann sé einn í heiminum.
Þegar jeppar fara út af veg þá velta þeir frekar en fólksbílar. Jeppar eru í meirihluta af bílveltum á hverju ári. Ég þekki mann sem á bílaleigu og hef þessar upplýsingar frá honum.
Jeppar taka meira pláss en aðrir og því er mjög slæmt þegar ökumenn jeppa hegða sér hálfvitalega (auðvitað gera aðrir ökumenn það líka, en þú tekur minna eftir því) eins og að leggja ofan á snjósköflum, á gangstéttum (mjög algengt í Reykjavík) á eyjum og grasblettum. Þegar ég horfi út um gluggana í vinnunni hjá mér sé ég tvo staði þar sem getur verið erfitt að fá stæði (sitt hvoru megin við húsið) og að ofanverðu er veitingastaður og að neðanverðu eru verslanir. Í hverju hádegi er undantekningarlaust fullt af jeppum á gangstéttunum þarna í kring, og að neðanverðu er umferðareyja fyrir framan verslanirnar og það leggja alltaf jeppar ofan á henni!!!!!!
Í fyrsta lagi þá komast fólksbílarnir ekki til að leggja þarna, en það er ekki þar með sagt að þetta séu pláss frátekinn fyrir jeppakalla!
Varðandi lækkun á hámarkshraða, þá er eðlilegt að tæki ýmiskonar sem er breytt á eftirmarkaði að þeim fylgi ýmiskonar takmarkanir. það er t.d. engin að tala um að lægri hámarkshraði eigi að gilda um óbreytta jeppa. Óbreyttir jeppar eru örugglega jeppar líka er það ekki?
Það er eðlilegt að setja mikið breytta jeppa í sama flokk og bíla með aftaní vagna. Það finnst öllum óþægilegt að keyra á eftir þessum bílum og mæta þeim. Og þeir ausa grjóti meira en aðrir bílar og því eðlilegt að ætlast til þess að þeir hleypi manni fram úr svo maður þurfi ekki að keyra í austrinum á eftir þessum bílum. Í þessu sambandi er rigning sérstaklega slæm en þá sést mjög lítið ef maður ekur fyrir aftan þessa bíla.
Lægri hámarkshraða á mikið breyttum jeppum ætti því að auðvelda manni frammúr akstur, minnka líkurnar á veltum, skemmdum á öðrum bílum vegna grjótausturs o.s.frv.
Eitt annað, ég er ósammála með hestöflin, ég vill frekar meina að það sé hættulegt að vera á bíl undir 100 hestöflum. Það getur komið sér mjög vel að hafa nóg afl, og þú virðist gleyma því að öflugri bílar hafa án undatekninga betri bremsur en venjulegir fólksbílar og það er nú sá öryggisbúnaður sem skiptir mestu máli í öllum faratækjum, miðað við þessi rök ætti því að vera óhætt að hafa hærri hámarkshraða á sportbílum.
Nokkrar spurningar.
Af hverju eiga jeppakarlar/konur að aka með meiri tillitssemi og aðgát í umferðinni heldur fólksbíl?? Það eiga allir að vera jafnir í umferðinni. ég á bíl sem á að kallast jeppi en hann er ekkert breiðari heldur en hver annar fólksbíll.
Og varðandi grjótkast bíla, þá hef ég persónulega keyrt mikið á þjóðvegum landsins og þá sértstaklega malarvegum og það eru jeppakallanir sem eru miklu skárri heldur en fólksbíla fólkið, flest jeppafólk stígur af bensíngjöfinni þegar það mætir bíl en það á ekki við um nærrum því eins marga fólksbíla eigendur, þar af leiðandi er mun minna grjótkast hjá jeppum, þar sem þeir eru ekki að spyrna grjótinu upp eins og fólksbílarnir.
Með bremsur sportbíla, auðvitað þurfa þeir að hafa betri bremsur, þeir fara mun hraðar, og þurfa þá að geta bremsað mun betur, litlu tíkurnar þurfa ekkert svona góðar bremsur því þeir komast ekki nánast eins hratt, þar af leiðandi enginn nauðsyn að hafa einhverjar spes bremsur hjá þeim
0
Sportbíll er fljótari að stoppa en lítil tík…..
Það er ekki mín reynsla að jeppamenn lyfti bensínfætinum úti á vegum… því miður.
En það sem ég átti við var að fólk á breyttum bílum og með kerrur og svo framvegis þarf að sýna sérstaka aðgát og tillitssemi vegna þess að margir eru smeykir við þessi faratæki og varir um sig í nágrenni við þau.
Hver hefur ekki mætt veghefli og hægt á sér alveg niður í 15 kmh og læðst framhjá honum, nákvæmlega sami hluturinn bara á aðeins stærri skala.
0
þegar maður mætir bíl á malarvegi verður mesta tjónið þegar þú keyrir á grjótið sem hann skýtur frá sér.. þannig að það er mikilvægara hvort þú bremsar eða ekki… en jú bebecar enn og einu sinni náðuru akkurat því sem ég var að segja :-) jepparnir eru ekki vandamálið.. heldur fólkið sem er á þeim alveg eins og að 400hö bíll er ekki hættulegur einn og sér en líkurnar eru meiri á því að ökumkaðurinn hegði sér hættulega á honum heldur en t.d 50hö súkku eða eitthvað rétt eins og sumir virðast fá mikilmennskubrjálaði þegar þeir eru á stórum jeppum jú ég er sammála þessu með jeppa prófið og held ég að það skilji gerfijeppakalla og ekta jeppakalla í sundur…
0
Sko… við erum alltaf sammála bara;)
Auðvitað er þetta fólkið á bílunum. En alls staðar í heiminum þá er það algengt að fólk sækir í hluti sem það ætti helst að láta vera. Einhverra hluta vegna þá eru keppa í tísku hér heima sem þýðir að fullt af liði sem kann ekki einu sinni að setja í fjórhjóladrifið (hvað þá lága drifið) kaupir sér jeppa og hegðar sér eins og fífl á þeim.
Ég sé hérna út um gluggan hjá mér tvo mikið breytta jeppa, einn Patrol og einn Grandlooser báðir á 38" dekkjum. Mennirnir sem eiga þessa bíla koma stundum á þeim í vinnuna en þetta eru einu bílarnir sem þeir eiga þó þeir hafi vinnubíla líka. Þessir menn fara í næstum hverjum mánuði út úr bænum og á fjöll, stundum oftar en einu sinni í mánuði. Það er sko ekkert að þessum lífsstíl. En að eiga jeppa til að geta lagt uppi á gangstéttum og keyrt yfir kanta er bara absúrd! Alveg eins og það er absúrd að eiga sportbíl bara til að geta keyrt á 200 kmh+.
0
Ég var í gærkvöldi/nótt að keyra til Borgarnes og helmingurinn af öllum jeppunum sem keyrði framhjá okkur höfðu ekki fyrir því að taka háu ljósin af og maður blindaðist fullkomlega og færðin var ömurleg, snjór og læti. Þetta fer virkilega í taugarnar á mé
0
Ég get ekki talið þau skipti sem ég hef mætt smábílum þar sem að bílstjórar telja það heilagann rétt sinn að keyra með þokuljósin á við allar aðstæður. Þessi ljós blinda líka.
JHG
0
Getum við þá sæst á að opna dauðabúðir til að laga umferðina? Við drepum þá væntanlega jeppakalla, chokkótöffara, skoppara, gamalt fólk og konur? Smá pæling ;)<br><br>“I might wan't a bagle to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
0
Þetta var vel mælt v8man. Ég bíst þá fastlega við að þú gerir þér grein fyrir ábygðinni að keyra tryllitækið þitt líka ;)<br><br>“I might wan't a bagle to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
0
Eða eins og einhver sagði… “guns don't kill people, people kill people”
0
neii það er: Gun´s dont kill people, stupit people with gun´s kill people<br><br>Speed is Power and Power is most addiction drug that you get and sex is number two ;)
Why complain?
0
Hvernig væri að hafa hana t.d.: Speed is power and power is the most addictive drug you can get, sex being number two. (eða “sex being the second most addictive, ekki jafn catchy en…)?
Mér líður stundum eins og ég sé að lesa Autozine þegar ég sé undirskriftina þína :)<br><br>”I might wan't a bagle to go with that coffee." -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints
0
…<br><br>Speed is Power and Power is most addiction drug that you get so what are you waiting for?
Why complain?
0