mér finnst þægilegra að skipta niður um gíra heldur en að bremsa, mér finnst þægilegra að vera á beinskiptum.
það má vel vera að einhverjum jeppamönnum, til dæmis þú sem að mig minnir eigir cherokee, finnist þægilegra að hafa sjálfskiptan jeppa, þeir segja að annars sértu að steikja kúplinguna, og missir aflið í hjólin við skiptingar, en mér finnst það þægilegra, og maður bara einfaldlega planar aðeins fram í tíman ef það er erfið brekka.
en þar sem við erum ekki að tala um jeppa, heldur fólksbíla í snjó, þá myndi ég segja að það væri betra að vera á beinskiptum upp á niðurgírínguna. Ég er á sjálfskiptum subaru núna og ég er viss um að hann er slappari heldur en sambærilegur beinskiptur.
Önnur ástæða fyrir því að ég segi beinskiptur, er sú að t.d. er subaruinn minn fyrir það að setja meira afl í framhjólin í 3 og 4 gír, sem ég vil ekki. Beinskiptur subaru er alltaf 50% / 50%.
með kveðju, Bragi