Hringtorgin eru mjög oft svona í Bretlandi, kannski eitt stórt og þegar maður kemur út út því þá fer maður strax í annað hringtorg.
Samt er varla hægt að segja að það hafi verið kanarnir sem hafi bjargað okkur með umferðina. Kjartan J. Jóhannsson (afi manns, smámont =) ) kom með frumvarpið að hægri umferð og hægri umferð var svo sett 25.apríl 1968, þá voru kanarnir búnir að vera hér helvíti lengi og þá hafði vinstri umferð verið í meira en tvo áratugi með þá hérna á Íslandi. En það var líka talað um það þegar hægri umferðin var að koma hvað það myndi verða mikið af slysum vegna þess að það væri að breyta þessu, en annað kom svo í ljós að það hafa aldrei orðið jafnfá slys held ég á ári eins og 1968.